Horft til framtíðar – Opið hús hjá Marel
Verið velkomin á opið hús hjá Marel þann 11. desember kl. 13:00 þar sem stjórnendur Marel og JBT munu fjalla um þau stóru tækifæri og samlegðaráhrif sem felast í sameiningu félaganna fyrir hluthafa Marel og aðra hagaðila.
Síðustu 40 ár hefur Marel vaxið og dafnað frá því að vera hugmynd í Háskóla Íslands yfir í alþjóðlegan leiðtoga á sínu sviði. Stuðningur hluthafa hefur þar skipt sköpum og Marel hefur sannarlega vaxið fiskur um hrygg.
Arinspjall í beinu streymi
Forstjórar Marel og JBT, Árni Sigurðsson og Brian Deck, ásamt fjármálastjóra JBT, Matt Meister, verða gestir í arinspjalli sem hefst kl. 13:00 miðvikudaginn 11. desember 2024 í höfuðstöðvum Marel við Austurhraun 9 í Garðabæ. Spjallið mun fara fram á ensku og verður jafnframt í beinu streymi og aðgengilegt á fjárfestasíðum Marel, JBT og á vef Arion banka.
Opið hús í framleiðslu og vöruþróunarkjarna
Marel-vogin var kveikjan að gagnabyltingu í íslenskum sjávarútvegi og síðan höfum við kynnt byltingarkenndar hátæknilausnir sem minnka matarsóun og auka sjálfbærni í matvælavinnslu á heimsvísu. Þannig stuðlum við að framþróun og verðmætasköpun í allra þágu. Á opnu húsi munu starfsmenn Marel leiða gesti um framleiðsluna frá varahlut að samsettri vöru, fjalla um nýjustu nýsköpunarverkefnin og leyfa gestum að heimsækja hátækni laxavinnslu í gegnum sýndarveruleika.
Dagskrá
- 12:30: Húsið opnar
- 13:00: Arinspjall stjórnenda Marel og JBT
- 14:00 – 15:30: Innsýn í starfsemina í Garðabæ
- Gönguferð um framleiðsluna og vöruþróunarkjarna
- Örfyrirlestrar um nýjar og spennandi tækninýjungar, hugbúnaðarlausnir og mannauðinn að baki Marel
- Sýndarveruleiki í nýsköpun og vöruþróun, heimsókn í laxaverksmiðju (VR gleraugu)
- 15:30 – 16:00: Spjall og léttar veitingar
Við biðjum gesti um að skrá sig þar sem húsrými er takmarkað.
-- Lokað hefur verið fyrir skráningu --